Fótbolti | Bale ekki með Wales

Mynd: NordicPhotos/Getty

Gareth Bale sem leikur með Real Madrid og Wales getur ekki tekið þátt í lokaleikjum Wales í undankeppni HM. Bale var hvíldur um helgina með Real Madrid og talið var nokkuð víst að hann yrði með landsliði sínu í þessum mikilvægu leikjum. Nú er hinsvegar komið í ljós að hann er meiddur og það hefur verið staðfest að Bale verður ekki með í leikjunum mikilvægu.
Wales mætir Georgíu á útivelli og Norður Írlandi á heimavelli í lokaleikjum sínum í D-riðli undankeppninnar.
Til að tryggja sér að minnsta kosti annað sæti í riðlinum þarf Wales 4 stig úr þessum tveimur leikjum.
Það er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir Wales en síðast þegar þeir komust í úrslitakeppni HM var það árið 1958 í Sviþjóð.

Deila