Euroleague | Zalgiris valtaði yfir Olympiacos | Baskonia bjargaði sér fyrir horn

Mynd: euroleague.net

Zalgiris náði í kvöld forystu í viðureign sinni við Olympiacos í 8-liða úrslitum Euroleague í körfubolta, rúllaði yfir Grikkina 80-60 og getur tryggt sér sæti í FinalFour á heimavelli á fimmtudag. Baskonia átti á hættu að falla úr leik gegn Evrópumeisturum Fenerbahce eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum í Tyrklandi, vann á heimavelli í kvöld 88-83 og er undir í viðureigninni 1-2.
Zalgiris-menn réðu lögum og lofum fyrir framan háværa stuðningsmenn sína í kvöld og verða að teljast líklegir til afreka á fimmtudag. Olympiacos, sem lék til úrslita í Euroleague á síðustu leiktíð, voru hreinlega yfirspilaðir á báðum endum vallarins og verða að kyngja tuttugu stiga tapi. Baskonia tapaði leikjunum tveimur í Tyrklandi með níu og sex stiga mun, en settu strax í háan gír í kvöld voru allan tímann líklegri aðilinn. Heimamenn hreinlega keyrðu yfir Evrópumeistarana í öðrum leikhluta, sem þeir unnu með tíu stiga mun, og þurfti í raun að hafa af því mestar áhyggjur að detta í moðreyk í síðari hálfleik.

Euroleague | 8-liða úrslit | Leikur 3
Zalgiris 80-60 Olympiacos Tölfræði leiksins
Baskonia 88-83 Fenerbahce Tölfræði leiksins

Deila