Euroleague | Tveir flottir leikir í dag | Beint á SportTV

Malcolm Thomas leikmaður Khimki

Fjórir leikir fara fram í dag í Euroleague deildinni í körfubolta. Tveir þeirra verða sýndir beint á SportTV. Rússneska liðið Khimki tekur á móti Real Madrid klukkan 17.00 og Baskonia leikur á heimavelli gegn Olympiacos en sá leikur hefst klukkan 19.30.
Lið Khimki er í 7.sæti með 9 sigurleiki og 7 tapleiki. Real Madrid er í 5.sæti með 10 sigurleiki og 6 tapleiki.
Í liði Khimki er Malcolm Thomas sem var útnefndur MVP(verðmætasti leikmaðurinn) í 16.umferð. Hann skoraði 16 stig, tók 7 fráköst, stal boltanum 4 sinnum, gaf 3 stoðsendingar og varði 2 skot. Hann er miðherji og er 2.06 m. á hæð. Thomas fær í dag að kljást við hinn hávaxna Walter Taveres leikmann Real Madrid. Sá kappi er 2.20 m. á hæð og tók 12 fráköst í síðasta leik Real.
Baskonia er í 9.sæti, 7 sigurleikir og 9 tapleikir. Olympiacos er í 2.sæti með 12 sigurleiki og 4 tapleiki en CSKA frá Moskvu er á toppnum með 13 sigurleiki og 4 tapleiki.
Þetta er því þýðingarmikill leikur fyrir gríska liðið í toppbaráttunni. Lið Olympiacos er með mjög hávaxna leikmenn. 8 eru yfir 2 metra og þeirra hávaxnastur er miðherjinn Nikola Milutinov en hann er 2.13 metrar á hæð. Þrír bandarískir leikmenn eru í liði Olympiacos; miðherjinn Jamel Mclean, framherjinn Hollis Thompson og bakvörðurinn Brian Roberts.
Það má því búast við erfiðum leik hjá spænska liðinu Baskonia en þeir hafa þó sýnt að heimavöllur þeirra er gríðarlega sterkur.

Beint á SportTV í dag:
Klukkan 17.00 Khimki – Real Madrid
Klukkan 19.30 Baskonia – Olympiacos

Deila