Euroleague | Tryggvi Snær á leið í nýliðavalið í NBA-deildinni

Mynd: Karfan.is

Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Valencia á Spáni, er á leið í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta en þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Tryggvi var að leika sitt fyrsta tímabil með Valencia en þar áður hafði hann leikið með Þór Akureyri í Dominos-deildinni.

Hann var magnaður með U20 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu sem fór fram í Grikklandi í fyrra en hann var í úrvalsliði mótsins.

Nú er ljóst að hann verður í nýliðavali NBA-deildarinnar en því er spáð að hann verði valinn í 2. umferð. Valið fer fram í júní.

Deila