Euroleague | Tryggvi og félagar mæta Evrópumeisturunum í kvöld | Beint á SportTV kl.19.45

Tryggvi Þór Hlinason og félagar í Valencia taka á móti Evrópumeisturum Fenerbahce í Euroleague körfuboltadeildinni í kvöld. Valencia hefur ekki gengið alveg nógu vel það sem af er. Liðið er í 14.sæti með 5 sigurleiki og 11 tapleiki. Fenerbahce er í 5.sæti með 10 sigurleiki og 6 tapleiki. CSKA Moskva er á toppnum með 12 sigurleiki og 4 tapleiki.
Evrópumeistararnir urðu fyrir áfalli í síðasta leik gegn Baskonia þegar bandaríski leikmaðurinn James Nunnally lenti illa eftir troðslu og verður frá í mánuð að minnsta kosti. Þá meiddist Jan Vesely einnig í leiknum. Þessir tveir verða ekki með í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig Tryggva og félögum gengur gegn þessu firnasterka liði Fenerbahce.
Leikurinn verður sýndur beint á SportTV og hefst útsending klukkan 19.30.

10 bestu tilþrif Euroleague

Deila