Euroleague | Tryggvi skoraði 8 stig í naumu tapi Valencia

Öllum leikjum dagsins er lokið í EuroLeague deildinni í körfubolta en Valencia tapaði 94:91 fyrir Maccabi Tel Aviv.

Zalgiris Kaunas hafði betur gegn Panathinaikos frá Grikklandi, 80:74. Panathinaikos var með yfirburði í fyrsta leikhluta og vann hann 20:10 en heimamenn í Kaunas tóku við sér og unnu annan leikhluta 21:13. Staðan í hálfleik var því 33:31 fyrir Panathinaikos en Kaunas slátraði þriðja leikhluta og gerði raunverulega út um leikinn þá. Þegar flautað var til loka þriðja leikhluta var staðan 64:47 fyrir Kaunas. Panathinaikos tók aftur við sér í fjórða leikhluta en það var of seint og lokatölur 80:74 fyrir Zalgiris.

Paulius Jankunas var stigahæstur hjá Kaunas með 17 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu en Nikos Pappas var með 16 stig og 1 stoðsendingu hjá Panathinaikos.

Rússneska stórveldið CSKA Moskva vann Brose Bamberg 92:76. CSKA vann alla leikhlutana, tvo fyrstu með naumum mun og tvo síðari nokkuð þægilega. Sigur CSKA var aldrei í hættu en Nando De Colo var stigahæstur hjá CSKA með 20 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar.

Maccabi Fox Tel Aviv vann Valencia 94:91. Tryggvi Snær Hlinason fékk 14 og hálfa mínútu en hann gerði 8 stig og átti 2 fráköst. Liðsfélagi hans Erick Green var stigahæstur með 24 stig, 2 fráköst og 7 stoðsendingar.

Baskonia Vitoria Gasteiz vann þá Malaga 88:82 í afar spennandi leik. Adam Waczynski var með 25 stig fyrir Malaga, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Khimki Moskva vann þá 77:71 Milan. Alexey Shved gerði 29 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar.

Staðan í Euro League:

 1. CSKA Moskva – 9 sigrar og 2 töp
 2. Olympiakos – 8 sigrar og 2 töp
 3. Fenerbahce – 7 sigrar og 3 töp
 4. Maccabi Fox Tel Aviv – 7 sigrar og 4 töp
 5. Panathinaikos – 7 sigrar og 4 töp
 6. Khimki Moskva – 7 sigrar og 4 töp
 7. Zalgiris Kaunas – 6 sigrar og 5 töp
 8. Real Madrid – 5 sigrar og 5 töp
 9. Baskonia Vitoria Gasteiz – 5 sigrar og 6 töp
 10. Brose Bamberg – 5 sigrar og 6 töp
 11. Barcelona – 4 sigrar og 6 töp
 12. Anadolu Efes Istanbul – 3 sigrar og 7 töp
 13. Crvena Zvezda mts Belgrade – 3 sigrar og 7 töp
 14. Valencia – 3 sigrar og 8 töp
 15. AX Armani Exchange Olimpia Milan – 3 sigrar og 8 töp
 16. Unicaja Malaga – 3 sigrar og 8 töp
Deila