Euroleague | Troðslan hans Tryggva meðal bestu tilþrifa tíundu umferðar | Myndband

Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður körfuboltaliðs Valencia, á ein af bestu tilþrifum tíundu umferðar Euroleague að mati sérfræðinga deildarinnar. Tryggvi skilaði afskaplega góðu dagsverki í leik gegn Olympiacos og framkallaði alíslenska gæsahúð með rándýrri troðslu nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á. Tíu bestu tilþrif tíundu umferðar eru sannkallað augnakonfekt og þau má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Deila