Euroleague og Blak | Tveir leikir í beinni á SportTV í dag

Topplið Euroleague körfuboltadeildarinnar, CSKA frá Moskvu, tekur á móti Anadolu Efes frá Istanbúl í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á SportTV.
CSKA hefur unnið 13 leiki og tapað 4 en Anadolu Efes er í næst neðsta sæti með aðeins 5 sigurleiki og 12 tapleiki. CSKA vann fyrri leik liðanna í Istanbúl með 18 stiga mun, 98-80. Síðan þá hefur margt breyst hjá tyrkneska liðinu. Ergin Ataman er tekinn við sem þjálfari og Derrick Brown er búinn að jafna sig af meiðslum og þá er einnig nýr leikmaður kominn, Toney Douglas. Þá má benda á að Anadolu Efes hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.

Úrslit leikja í Euroleague í gær:
Crvena Zvezda 70-79 Khimki Moskva
Brose Bamberg 93-86 Zalgiris Kaunas
Olympiacos 94-64 Maccabi Fox Tel Aviv
Valencia 81-76 Barcelona (Tryggvi Hlinason lék ekki með Valencia)

Völsungur og HK mætast í kvöld í Mizunodeild kvenna í blaki. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SportTV.
Völsungur er í 5.sæti með 7 stig eftir 9 leiki og HK er í sætinu fyrir ofan með 12 stig en HK hefur leikið 11 leiki.
Þegar liðin mættust í Kópavoginum í lok nóvember hafði HK betur í báðum leikjunum, 3-0.

Beinar útsendingar á SportTV í dag:
Euroleague
Klukkan 17.00 CSKA Moskva – Anadolu Efes
Mizunodeild kvenna
Klukkan 19.30 Völsungur – HK

Deila