EuroLeague | Fimmtándi sigur CSKA – Dramatík hjá Baskonia og Milan

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Fjórir leikir fóru fram í EuroLeague-deildinni í körfubolta í kvöld en Fenerbahce vann Anadolu Efes, 89-84, á meðan CSKA Moskva vann Panathinaikos 75-70.
Anadolu Efes er í alls konar vandræðum í deildinni en liðið er í neðsta sæti með aðeins fimm sigra og ekkert virðist ganga upp. Liðið sýndi þó Fenerbahce mikla keppni í kvöld. Liðin voru jöfn, 24-24 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta tóku Evrópumeistararnir
af skarið og náðu að slíta Anadolu frá sér.Anadolu reyndi að koma til baka í fjórða leikhluta en það vantaði fimm stig upp á og lokatölur 89-84 Fenerbahce í vil. Brad Wanamaker var með 18 stig fyrir Fenerbahce en Toney Douglas var langstigahæstur í leiknum með 29 stig fyrir Anadolu.
CSKA Moskva vann Panathinaikos, 75-70. CSKA hefur reynst langsterkasta lið deildarinnar til þessa en þetta var fimmtándi sigur liðsins í fyrstu nítján umferðunum. Sergio Rodriguez skoraði 21 stig hjá CSKA og Nikita Kurbanov hirti 9 fráköst fyrir CSKA. Rússneska liðið er áfram í efsta sæti deildarinnar.
Olimpia Milan er að bíta frá sér og vann annan sigur sinn í röð, en aðeins þann sjötta á leiktíðinni, en liðið vann Baskonia í kvöld 83-82. Unicaja Malaga hægði á Madridarhraðlestinni í Spánarslag, vann Real 80-75. Unicaja er með átta sigra en Real Madrid er með tólf sigra í 4. sæti.

Euroleague | 19.umferð | Úrslit kvöldsins:
Anadolu Efes Istanbul 84:89 Fenerbahce Tölfræði leiksins
Panathinaikos 70:75 CSKA Moskva Tölfræði leiksins
Baskonia 82:83 Olimpia Milan Tölfræði leiksins
Unicaja Malaga 80:75 Real Madrid Tölfræði leiksins
Deila