Euroleague | Fabien Causeur er leikmaður 25.umferðar | Myndband

Fabien Causeur, bakvörður spænska körfknattleiksliðsins Real Madrid, hefur verið útnefndur besti leikmaður 25.umferðar Euroleague. Causeur sýndi allar sínar bestu hliðar í afar dýrmætum sigurleik gegn Panathinaikos, 92-75, og lék reyndar svo glimrandi vel að Madridingar tóku varla eftir því að Luka Doncic var fjarri góðu gamni. Causeur skoraði 26 stig, hitti úr 8 af 10 tveggja stiga skotum sínum og 2 af 4 þriggja stiga, tók 4 fráköst og átti 4 stoðsendingar.

Deila