Euroleague | CSKA sannfærandi gegn Barcelona | Panathinaikos vann Malaga | Rauða stjarnan sótti sigur til Madridar

Mynd: NordicPhotos/Getty

Þrír leikir voru á dagskrá Meistaradeildarinnar í körfuknattleik, Euroleague, í kvöld. CSKA frá Moskvu deilir besta vinningshlutfallinu með Olympiakos eftir sannfærandi sigur á Barcelona, 92-78, Panathinaikos gerði það sem þurfti gegn Unicaja frá Malaga og vann 82-71 og Rauða stjarnan vann mikilvægan og góðan sigur á Real Madrid, 87-83. Serbarnir lögðu grunninn að sigrinum í Madrid með frábærum leik í öðrum leikhluta, sem þeir unnu með tólf stiga mun, og síðbúið áhlaup Madridinga bæði kom of seint og vantaði slagkraft. Madrid vann boltann þegar rúmlega hálf mínúta lifði leik og Stjarnan hafði eins stigs forystu, en heimamenn böðluðust klaufalega inn á teig og misstu boltann. Yfirveguð sókn Rauðu stjörnunnar skilaði þriggja stiga körfu frá Pero Antic þegar um átta sekúndur voru eftir og þar með var björninn unninn.

Euroleague | 10.umferð
CSKA 92-78 Barcelona
CSKA: Will Clyburn 22 stig, Cory Higgins 20 stig, Nando De Colo 18 stig/11 stoðsendingar, Semen Antonov 10 stig, Sergio Rodriguez 6 stig/4 stoðsendingar, Kyle Hines 6 stig, Othello Hunter 6 stig, Nikita Kurbanov 4 stig.
Barcelona Kevin Seraphin 11 stig/6 fráköst, Thomas Huertel 11 stig/5 stoðsendingar, Adam Hanga 10 stig, Petteri Koponen 10 stig, Rakim Sander 9 stig, Phil Pressey 8 stig, Adrien Moerman 7 stig, Pierre Oriola 6 stig/fráköst, Ante Tomic 6 stig.
Panathinaikos 82-71 Unicaja Malaga
Panathinaikos: James Gist 17 stig/11 fráköst, Nick Calathes 16 stig, KC Rivers 15 stig, Nikos Pappas 11 stig, Chris Singleton 7 stig/6 fráköst, Matt Lojeski 7 stig, Kenny Gabriel 4 stig, Lukas Lekavicius 3 stig, Zach Auguste 2 stig.
Unicaja Malaga: Nemanja Nedovic 16 stig, Carlos Suarez 14 stig, Dragan Milosavljevic 12 stig, James Augustine 9 stig/6 fráköst, Ray McCallum 8 stig, Dejan Musli 6 stig, Alberto Diaz 3 stig, Daniel Diez 3.
Real Madrid 83-87 Rauða stjarnan
Real Madrid: Luka Doncic 20 stig/5 stoðsendingar, Jaycee Carroll 12 stig, Rudy Fernandez 10 stig, Trey Thompkins 10 stig/5 fráköst, Fabien Causeur 8 stig, Felipe Reyes 8 stig/8 fráköst, Facundo Campazzo 5 stig, Walter Tavares 4 stig, Chasson Randle 3 stig, Santi Yusta 3 stig.
Rauða stjarnan: Taylor Rochestie 18 stig/7 stoðsendingar, Milko Bjelica 16 stig/6 fráköst, Pero Antic 11 stig, Ognjen Dobric 10 stig, James Feldeine 10 stig, Dejan Davidovac 7 stig, Nemanja Dangubic 6 stig, Mathias Lessort 6 stig/5 fráköst, Branko Lazic 3 stig.

Deila