Euroleague | Baskonia rúllaði yfir Olympiacos | Real Madrid vann Khimki | Anadolu Efes í stuði

Sautjándu umferð Euroleague í körfubolta lauk í kvöld og nokkuð óvæntur hlutir voru uppi á borðum. Baskonia gjörsamlega kjöldró Olympiacos, sem fyrir umferðina deildi bestum árangri í deildinni með CSKA; Baskonia vann þrjátíu og tveggja stiga sigur, 86-54, og hefur ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Real Madrid vann sannfærandi sigur á Khimki, 95-78, lítur betur og betur út með hverri vikunni og er í bullandi toppbaráttu. Anadolu Efes kom á óvart með öruggum sigri á Rauðu Stjörnunni, 104-95, og skildi Milan eftir eitt á botni deildarinnar og Zalgris marði sigur á Unicaja, 79-77. Zalgiris er aðeins tveimur sigurleikjum á eftir toppliði CSKA og hefur verið eitt mest spennandi lið undanfarinna vikna, ásamt Real Madrid.

Euroleague | 17.umferð | Úrslit kvöldsins
Khimki 78-95 Real Madrid Tölfræði leiksins
Anadolu Efes 104-95 Rauða Stjarnan Tölfræði leiksins
Zalgiris 79-77 Unicaja Tölfræði leiksins
Baskonia 86-54 Olympiacos Tölfræði leiksins
Deila