Euroleague | Alexey Shved er leikmaður 18.umferðar | Myndband

Alexey Shved, leikmaður Khimki, var valinn besti leikmaður 18.umferðar Euroleague í körfubolta sem leikin var í vikunni. Shved skoraði 29 stig og tók 5 fráköst í sigurleik gegn Rauðu Stjörnunni á útivelli, 79-70, og skilaði 33 framlagsstigum, fleiri en nokkur annar í umferðinni. Sigur Khimki var dýrmætur þar sem liðið hafði tapað þremur af fjórum síðustu leikjum sínum og berst ötullega fyrir sæti í úrslitakeppninni. Frammistaða Shved í tilfinningaþrungnum spennuleik til fyrirmyndar, en á góðum degi er þessi ágæti skotbakvörður nánast óstöðvandi.
Shved og félagar í Khimki fylgdu þessum sigri eftir með afar sannfærandi frammistöðu og enn stærri sigri á stórveldinu Olympiacos í nítjándu umferðinni, 82-54.

Deila