Eurobasket 2017 | Þrjátíu stiga tap gegn Póllandi

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mátti sætta sig þrjátiu stiga tap gegn Póllandi, 61-91, í öðrum leik sínum á Eurobasket í Finnlandi. Pólland hafði tveggja stiga forystu að afloknum fyrsta leikhluta, bætti hressilega við forskotið í öðrum leikhluta og sýndi svo mátt sinn og megin í síðari hálfleik.
Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur í liði Íslands með 16 stig og Martin Hermannsson skoraði 14 stig.

Ítarlega tölfræði og umfjöllun um leikinn má finna á vef FIBA.

Hér má sjá viðtal sem fréttaritari Sportmiðla, Jóhann Ingi, tók við Tryggva Hlinason að leik loknum. Fleiri viðtöl við íslensku landsliðsmennina má finna á Fésbókarsíðu SportTV.

Deila