Enski boltinn | Young skoraði tvö í sigri Man.United á Watford | Tottenham tapaði fyrir Leicester

Mynd: NordicPhotos/Getty

Fjórir leikir voru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld og þar bar það einna helst til tíðinda að Ashley Young skoraði tvö mörk fyrir Manchester United þegar liðið hafði betur gegn Watford, 4-2. Leicester gerði sér lítið fyrir og vann Tottenham með tveimur mörkum gegn einu, Newcastle náði jafntefli gegn WBA, 2-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og Brighton og botnlið Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli.

Enska úrvalsdeildin
Watford 2-4 Manchester United
0-1 Ashley Young 19.mín.
0-2 Ashley Young 25.mín.
0-3 Anthony Martial 32.mín.
1-3 Troy Deeney 77.mín.
2-3 Adboulaye Doucoure 84.mín.
2-4 Jesse Lingard 86.mín.
Leicester City 2-1 Tottenham
1-0 Jamie Vardy 13.mín.
2-0 Riyad Mahrez 45.mín.
2-1 Harry Kane 79.mín.
WBA 2-2 Newcastle United
1-0 Hal Robson-Kanu 45.mín.
2-0 Sam Field 56.mín.
2-1 Ciaran Clark 59.mín.
2-2 Jonny Evans (sjm) 83.mín.
Brighton 0-0 Crystal Palace

Deila