Enski boltinn | Wenger: Sanchez líklega á leið til United

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, segir það afar líklegt að Alexis Sanchez gangi til liðs við Manchester United á allra næstu dögum.

Sanchez rennur út á samningi hjá Arsenal í sumar en Manchester United er tilbúið að borga Arsenal 35 milljónir punda fyrir að fá hann strax og jafnframt verður hann einn launahæsti leikmaður félagsins og heimsins.

Viðtal við Wenger birtist á BBC í dag en þar segir hann líkurnar á því að Sanchez semji við United vera afar miklar.

,,Ég hef unnið að félagaskiptum í meira en 30 ár, þannig ég myndi segja að líkurnar séu miklar en viðræður geta auðvitað slitnað hvenær sem er,“ sagði Wenger.

,,Ég er mjög hrifinn af Mkhitaryan. Við spiluðum oft gegn honum þegar hann var í Borussia Dortmund. Hann var hrifinn af okkar leik og það er ekkert vandamál með launin hans,“ sagði Wenger um möguleikann á því að fá Henrikh Mkhitaryan frá United í skiptum.

Deila