Enski boltinn | Toppliðin unnu öll leiki sína | Burnley blandar sér í toppbaráttuna

Mynd: NordicPhotos/Getty

Efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu unnu öll leiki sína í dag, ef Tottenham er frátalið, en Spurs töpuðu grannaslagnum gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins. Manchester-liðin verma tvö efstu sætin sem fyrr; City vann ellefta leik sínn á leiktíðinni þegar liðið heimsótti Leicester, United skoraði fjögur mörk gegn Newcastle í dag og fagnaði endurkomu Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic, Chelsea skoraði sömuleiðis fjögur mörk, gegn WBA, og Liverpool setti þrjú mörk á móti Southampton. Mohamed Salah skoraði tvö marka Liverpool í dag og er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk.
Burnley með Jóhann Berg Guðmundsson innanborðs vann Swansea í dag og hefur jafnmörg stig og Arsenal og Liverpool og Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp síðara mark Everton, sem gerði jafntefli við Crystal Palace.

Arsenal 2-0 Tottenham
1-0 Shkodran Mustafi 36.mín.
2-0 Alexis Sanchez 41.mín.
Bournemouth 4-0 Huddersfield
1-0 Callum Wilson 26.mín.
2-0 Callum Wilson 31.mín.
3-0 Harry Arter 70.mín.
4-0 Callum Wilson 84.mín.
Simon Francis (H) – rautt á 45.mín.
Burnley 2-0 Swansea
1-0 Jack Cork 29.mín.
2-0 Ashley Barnes 40.mín.
Crystal Palace 2-2 Everton
1-0 James McArthur 1.mín.
1-1 Leighton Baines 6.mín.
2-1 Wilfried Zaga 35.mín.
2-2 Baye Oumar Niasse 45.mín.
Leicester 0-2 Man.City
0-1 Gabriel Jesus 45.mín.
0-2 Kevin de Bruyne 49.mín.
Liverpool 3-0 Southampton
1-0 Mohamed Salah 31.mín.
2-0 Mohamed Salah 41.mín.
3-0 Philippe Coutinho 68.mín.
WBA 0-4 Chelsea
0-1 Alvaro Morata 17.mín.
0-2 Eden Hazard 23.mín.
0-3 Marco Alonso 38.mín.
0-4 Eden Hazard 62.mín.
Man.United 4-1 Newcastle
0-1 Dwight Gayle 14.mín.
1-1 Anthony Martial 37.mín.
2-1 Chris Smalling 45.mín.
3-1 Paul Pogba 54.mín.
4-1 Romelu Lukaku 70.mín.

Deila