Enski boltinn | Silva tryggði Man.City sigur á West Ham

Mynd: NordicPhotos/Getty

Manchester City tók á móti West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Angelo Ogbonna skallaði boltann í markið. Þannig stóðu leikar þar til á 57.mínútu að Nicolas Otamendi jafnaði metin fyrir City. Það var svo David Silva sem tryggði Manchester City sinn 14.sigur í deildinni í 15 leikjum með marki á 83.mínútu en liðið er það eina sem enn hefur ekki tapað leik. City er með 43 stig í efsta sæti og hefur átta stiga forskot á Manchester United sem er í 2.sæti. West Ham aftur á móti er í 19.sæti og því næstneðsta með aðeins 10 stig.
Sigur Man.City í dag var sanngjarn, liðið var 77 prósent með boltann og átti 24 marktilraunir á móti 7 hjá West Ham.

Enski boltinn – Úrslit dagsins:
Manchester City 2-1 West Ham United
0-1 Angelo Ogbonna 44.mín.
1-1 Nicolas Otamendi 57.mín.
2-1 David Silva 83.mín.
Bournemouth 1-1 Southampton
1-0 Ryan Fraser 42.mín.
1-1 Charlie Austin 76.mín.

Deila