Enski boltinn | Silva skoraði bæði mörkin í sigri Man. City – Meistaradeildarsæti tryggt

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Manchester City vann Stoke City 2:0 á Britannia leikvanginum.

Spænski snillingurinn David Silva gerði bæði mörkin en fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu frá Raheem Sterling. Silva bætti við öðru marki þegar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik.

Manchester City er núna með sextán stiga forystu í efsta sæti deildarinnar þegar átta leikir eru eftir. Það eru 24 stig í pottinum og er það nokkuð ljóst að ekkert lið mun ná City.

City er þá formlega komið með öruggt Meistaradeildarsæti en ljóst er að liðið getur ekki endað neðar en 4. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Stoke City 0:2 Manchester City
0-1 David Silva 10. mínúta
0-2 David Silva 50. mínúta

Deila