Enski boltinn | Sam Allardyce að verða stjóri Everton?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Sky fréttastofan greindi frá því fyrir nokkrum mínútum að Everton hefði hafið viðræður við Sam Allardyce um að verða næsti framkvæmdastjóri félagsins.
Everton hefur verið framkvæmdastjóralaust síðan Ronald Koeman var rekinn 23.október síðastliðinn. David Unsworth hefur stýrt liðinu að undanförnu með afleitum árangri.
Allardyce fór í viðræður við Everton skömmu eftir að Koeman var rekinn en þær viðræður sigldu í strand. Í dag settust menn aftur að samningaborðinu og samvkæmt fréttum eru miklar líkur á að Sam Allardyce verði næsti framkvæmdastjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton.

Deila