Enski boltinn | Salah skoraði 30. deildarmarkið í sigri á Bournemouth – Endurkoma hjá Chelsea

Mohamed Salah

Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Liverpool lagði Bournemouth, 3:0, á meðan Chelsea vann Southampton í ótrúlegum leik, 3:2.

Olivier Giroud reyndist hetja Chelsea en Dusan Tadic byrjaði á því að koma Southampton yfir á 21. mínútu áður en Jan Bednarak bætti við öðru á 60. mínútu. Chelsea tók þá við sér og minnkaði Giroud muninn áður en Eden Hazard jafnaði fimm mínútum síðar.

Giroud tók síðan málin í sínar hendur og tryggði Chelsea sigurinn og hélt vonum liðsins á lífi um að ná sæti í Meistaradeild Evrópu. Burnley lagði Leicester City 2:1. Jóhann Berg Guðmundsson er að koma til baka eftir meiðsli og átti flottan leik en hann lagði upp síðara markið en Chris Wood gerði fyrra markið á meðan Kevin Long skoraði siðara markið. Jamie Vardy minnkaði muninn en lengra komst þó liðið ekki.

Crystal Palace vann Brighton 3:2 þar sem Wilfried Zaha gerði tvö mörk fyrir heimamenn en James Tomkins gerði hitt markið. Glenn Murray og Jose Izquierdo gerðu mörk Brighton. Þá vann Huddersfield Town lið Watford, 1:0.

Swansea City og Everton gerðu 1:1 jafntefli og þá vann Liverpool lið Bournemouth 3:0 þar sem þrír fremstu leikmenn Liverpool gerðu öll mörkin. Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino skoruðu allir en Salah var að skora 30. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er einu marki frá því að jafna markametið.

Manchester City lagði þá Tottenham Hotspur 3:1. Gabriel Jesus kom City yfir áður en Ilkay Gundogan skoraði úr vítaspyrnu. Christian Eriksen minnkaði muninn svo áður en Raheem Sterling bætti við þriðja markinu fyrir City og tryggði sigurinn. City getur orðið meistari ef Manchester United vinnur ekki WBA á morgun.

Úrslit og markaskorarar:

Southampton 2:3 Chelsea
1-0 Dusan Tadic 21. mínúta
2-0 Jan Bednarak 60. mínúta
2-1 Olivier Giroud 70. mínúta
2-2 Eden Hazard 75. mínúta
2-3 Olivier Giroud 78. mínúta

Crystal Palace 3:2 Brighton
1-0 Wilfried Zaha 5. mínúta
2-0 James Tomkins 14. mínúta
2-1 Glenn Murray 18. mínúta
3-1 Wilfried Zaha 24. mínúta
3-2 Jose Izquierdo 34. mínúta

Burnley 2:1 Leicester City
1-0 Chris Wood 6. mínúta
2-0 Kevin Long 9. mínúta
2-1 Jamie Vardy 72. mínúta

Huddersfield 1:0 Watford
1-0 Tom Ince 90. mínúta

Swansea City 1:1 Everton
0-1 Kyle Naughton 43. mínúta (Sjálfsmark)
1-1 Jordan Ayew 71. mínúta

Liverpool 3:0 Bournemouth
1-0 Sadio Mane 7. mínúta
2-0 Mohamed Salah 69. mínúta
3-0 Roberto Firmino 90. mínúta

Tottenham Hotspur 1:3 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus 22. mínúta
0-2 Ilkay Gundogan 25. mínúta (Víti)
1-2 Christian Eriksen 42. mínúta
1-3 Raheem Sterling 72. mínúta

Deila