Enski boltinn | Rafa Benitez bíða fúlgur fjár

Mynd:NordicPhotos/Getty

Útlit er fyrir að Rafa Benitez, framkvæmdarstjóri Newcastle United, muni loksins geta keypt þá leikmenn sem hann vantar til þess að gera Newcastle samkeppnishæft í báráttunni um topp fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni ef viðskiptakonan Amanda Staveley kaupir félagið.

Mynd:NordicPhotos/Getty

Amanda Staveley sem er metin á um 30 miljarða punda í gegnum fyrirtæki sitt, PCP Capital Partners, er sögð vera að undirbúa tilboð í Newcastle United sem hljóðar uppá 300 milljón pund en núverandi eigandi, Mike Ashley, er sagður vilja fá 400 milljón pund fyrir félagið. Samningaviðræður eru sagðar ganga vel. Ef þessi viðskipti ganga í gegn er talað um að Benitez muni fá um 500 milljónir punda til þess að fjárfesta í nýjum leikmönnum í tveimur næstu félagaskiptagluggum. Benitez er sagður bíða spenntur eftir fréttum af gangi mála en hann hefur gagnrýnt núverandi eiganda opinberlega fyrir að efna ekki loforð sitt um að veita honum nægt fjármagn til þess að kaupa þá leikmenn sem hann telur liðið þurfa á að halda í baráttunni í úrvalsdeildinni.

Hermt er að Benitez vilji fá tvo fyrrverandi leikmenn félagsins til liðs við það á nýjan leik núna í janúarglugganum; Andy Townsend leikmann Crystal Palace og Hatem Ben Arfa leikmann PSG.

Deila