Enski boltinn | Pogba og Zlatan klárir fyrir leikinn gegn Newcastle

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, staðfest í dag að Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic verða báðir í leikmannahóp liðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðustu tvo mánuði eða svo og hefur endurhæfingin gengið afar vel. Það verður því mikill styrkur fyrir liðið að fá hann aftur og koma liðinu í gang á nýjan leik.

Zlatan meiddist á hné í apríl í Evrópudeildinni og var búist við að hann yrði lengur frá en hann er klár í leikinn gegn Newcastle og fagna stuðningsmenn United þeim fregnum væntanlega vel og innilega.

Deila