Enski boltinn | Pellegrino rekinn frá Southampton

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton rak argentínska knattspyrnustjórann Mauricio Pellegrino í kvöld.

Pellegrino hefur gengið illa með Southampton á tímabilinu en liðið er stigi fyrir ofan fallsæti og var hann svo rekinn í kjölfar 3:0 taps gegn Newacstle United um helgina.

Hann tók við Southampton af Claude Puel sem tók við Leicester. Þolinmæði stjórnarmanna Southampton var hins vegar á þrotum og ákvað félagið að reka Pellegrino.

Pellegrino þjálfaði Alaves á Spáni áður en hann tók við Southampton en hann var einnig magnaður leikmaður spilaði með félögum á borð við Barcelona, Valencia og Liverpool.

Deila