Enski boltinn | Manchester City er enskur meistari!

Generated by IJG JPEG Library

Manchester City tryggði sér í dag enska meistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í fjögur ár og í þriðja sinn á síðustu sex árum og það án þess að svo mikið sem reima á sig takkaskó. Manchester United, sem veitti City hvað harðasta keppni í baráttunni um titilinn, tapaði á heimavelli fyrir botnliði WBA 0-1 og á því ekki lengur möguleika á að ná grönnum sínum að stigum. Manchester City vann Tottenham í gær 3-1 og sá sigur tryggði þeim í raun titilinn.
Í hinum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni hafði Newcastle betur gegn Arsenel 2-1 og Arsenal er því enn stigalaust á útivelli á almanaksárinu. Newcastle hefur hins vegar unnið fjóra leiki í röð, þokaði sér upp í níunda sætið og hefur svo gott sem gulltryggt sæti sitt í úrvalsdeildinni.

Enska úrvalsdeildin | Úrslit dagsins
Newcastle 2-1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette 14.mín.
1-1 Ayoze Perez 29.mín.
2-1 Matt Ritchie 68.mín.
Man.United 0-1 WBA
0-1 Jay Rodriguez 73.mín.

Deila