Enski boltinn | Man.City vann á Brúnni og endurheimti toppsætið

Mynd: NordicPhotos/Getty

Manchester City vann Chelsea með einu marki gegn engu í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og endurheimti þar með toppsæti deildarinnar, sem grannar þeirra í United vermdu um stundarsakir.
Kevin de Bruyne skoraði eina mark leiksins á 67.mínútu og færa verður til bókar að sigurinn hafi verið verðskuldaður; City var sterkari aðilinn í leiknum og var líklegra til að bæta við mörkum en Chelsea að komast á blað.

Manchester-liðin tvö, City og United, hafa nú nítján stig í tveimur efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar, markatala City er 22-2 en markatala United 21-2 og toppsætið er því City-manna.
Tottenham situr í þriðja sæti með fjórtán stig, fimm minna en toppliðin, og Chelsea, sem í dag tapaði öðru sinni í deildinni á þessari leiktíð, er í fjórða sæti með þrettán stig.

Deila