Enski boltinn | Man.City tefldi á tæpasta vað | Arsenal, Chelsea og Liverpool unnu öll leiki sína | Unsworth kvaddur með sigri

Mynd: NordicPhotos/Getty

Manchester City slær hvergi slöku við í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en tefldi reyndar á tæpasta vað gegn Southampton í kvöld. Raheem Sterling tryggði City sigur og þrjú stig með marki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og City heldur átta stiga forystu á nágranna sína í Manchester United. Arsenal ruslaði fimm mörkum á Huddersfield, 5-0, Chelsea marði sigur á Swansea 1-0 og Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp síðara mark Burnley sem vann Bournemouth á útivelli 2-1. Mohamed Salah sannfærði efasemdarmenn um ágæti og hæfileika með því að skeiða inn af varamannabekknum í stöðunni 0-1 í Stoke og hlaða í tvö glæsimörk, 3-0 fyrir Liverpool. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tólf mörk. Þá er ótalinn leikur Everton og West Ham á Goodison Park, þar sem David Moyes heimsótti sinn gamla heimavöll og heimamenn ákváðu að kveðja David Unsworth og umvefja Sam Allardyce, nýráðinn stjóra, vænumþykju og hlýju með því að vinna lánlausa Hamra 4-0. Wayne Rooney skoraði þrennu í tilefni dagsins og Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fjórða og síðasta markið fyrir Ashley Williams.

Bournemouth 1-2 Burnley
0-1 Chris Wood 37.mín.
0-2 Robert Brady 65.mín.
1-2 Joshua King 79.mín.
Arsenal 5-0 Huddersfield
1-0 Alexandre Lacazette 3.mín.
2-0 Olivier Giroud 68.mín.
3-0 Alexis Sánchez 70.mín.
4-0 Mezut Özil 72.mín.
5-0 Olivier Giroud 87.mín.
Chelsea 1-0 Swansea
1-0 Antonio Rüdiger 55.mín.
Everton 4-0 West Ham
1-0 Wayne Rooney 18.mín.
2-0 Wayne Rooney 28.mín.
3-0 Wayne Rooney 66.mín.
4-0 Ashley Williams 78.mín.
Man.City 2-1 Southampton
1-0 Virgil van Dijk (sjm) 47.mín.
1-1 Oriol Romeu 75.mín.
2-1 Raheem Sterling 90.mín.
Stoke City 0-3 Liverpool
0-1 Sadio Mané 17.mín.
0-2 Mohamed Salah 77.mín.
0-3 Mohamed Salah 83.mín.

Deila