Enski boltinn | Lukaku sleppur við leikbann

Mynd: NordicPhotos/Getty

Romelu Lukaku framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United sleppur við leikbann sem hann átti yfir höfði sér. Lukaku var sakaður um að hafa viljandi sparkað ítrekað í Gaetan Bong leikmann Brighton í leik liðanna síðastliðinn laugardag. Enska knattspyrnusambandið tók málið fyrir nú í morgun og niðurstaðan varð sú að Lukaku sleppur við leikbann en hann átti yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann ef fundinn sekur sem varð svo ekki.

Deila