Enski boltinn | Liverpool og Chelsea unnu sína leiki | Gylfi skoraði í sigri Everton

Mynd: NordicPhotos/Getty

Sjö af átta leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem eru á dagskrá í dag er lokið. Chelsea tók á móti Newcastle United í hádegisleiknum og þar höfðu meistarar Chelsea betur, 3-1.
Eden Hazard skoraði tvö mörk og Alvaro Morata eitt en Dwight Gayle skoraði mark Newcastle og kom þeim reyndar yfir á 12.mínútu.
Liverpool fór til Brighton og þar hafði rauði herinn betur 5-1. Roberto Firmino skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og Emre Can og Philippe Coutinho eitt mark hvor og fimmta mark Liverpool var sjálfsmark Lewis Dunk.
Sam Allardyce stjórnaði Everton í sínum fyrsta leik í dag þegar Everton tók á móti Huddersfield. Leiknum lauk með 2-0 sigri Everton og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson fyrra markið á 47.mínútu eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin og Calvert-Lewin skoraði seinna markið á 73.mínútu.

Enska úrvalsdeildin – Úrslit leikja í dag.
Chelsea 3-1 Newcastle (2-1)
0-1 Dwight Gayle á 12.mín.
1-1 Eden Hazard á 21.mín.
2-1 Alvaro Morata á 33..mín.
3-1 Eden Hazard á 74.mín.
Brighton 1-5 Liverpool (0-2)
0-1 Emre Can á 30.mín.
0-2 Roberto Firmino á 32.mín.
0-3 Roberto Firmino á 48.mín.
1-3 Glenn Murray víti á 51.mín.
1-4 Philippe Coutinho á 87.mín.
1-5 Lewis Dunk (sjálfsmark) á 89.mín.
Everton 2-0 Huddersfield (0-0)
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson á 47.mín.
2-0 Dominic Calvert-Lewin á 73.mín.
Leicester 1-0 Burnley (1-0)
1-0 Demarai Gray á 6.mín.
Stoke City 2-1 Swansea City (2-1)
0-1 Wilfried Bony á 3.mín.
1-1 Xherdan Shaqiri á 36.mín.
2-1 Mame Biram Diouf á 40.mín.
Watford 1-1 Tottenham (1-1)
1-0 Christian Kabasele á 13.mín.
1-1 Heung-Min Son á 25.mín
Rautt spjald: Davinson Sanchez(Tottenham) á 53.mín.
W.B.A. 0-0 Crystal Palace (0-0)

Deila