Enski boltinn | Lingard með tvö mörk í sigri United á Arsenal | Pogba rekinn útaf

Mynd: NordicPhotos/Getty

Skyttur Arsene Wenger í Arsenal tóku á móti mönnum Jose Mourinho í Manchester United í síðasta leik dagsins í enska boltanum. United fékk óskabyrjun því eftir ellefu mínútna leik var liðið komið í 2-0 með mörkum frá Antonio Valencia og Jesse Lingard. Þannig stóðu leikar í hálfleik og með ólíkindum að Arsenal skyldi ekki skora í fyrri hálfleik en David De Gea átti stórleik í markinu. Á fjórðu mínútu seinni hálfleiks var Arsenal búið að minnka muninn í 1-2 þegar Aaron Ramsey lagði boltann á Alexandre Lacasette sem urðu ekki á nein mistök.
Á 63.mínútu geystist Paul Pogba upp hægri kantinn og fór illa með Laurent Koscielny, sendi síðan boltann fyrir markið á Jesse Lingard sem skoraði.
Þegar um sextán mínútu voru til leiksloka braut Paul Pogba gróflega á Hector Bellerin og Andre Marriner dómari sýndi Pogba réttilega rauða spjaldið.

Arsenal 1-3 Manchester United (0-2)
0-1 Antonio Valencia á 4.mín.
0-2 Jesse Lingard á 11.mín.
1-2 Alexandre Lacasette á 49.mín.
1-3 Jesse Lingard á 63.mín.
Rautt spjald: Paul Pogba (Man.Utd.) á 74.mín.

Deila