Enski boltinn | Léttur leikur hjá Chelsea | Arsenal skoraði fjögur | Man.United vann í Burnley | Aguero hlóð í þrennu

Mynd: NordicPhotos/Getty

Englandsmeistarar Chelsea hrukku í kunnuglegan gír þegar þeir heimsóttu Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, skoruðu fjögur mörk á strembnum útivelli og Eden Hazard lék eins og sá sem valdið hefur. Arsenal skoraði einnig fjögur mörk, öll á 22 fyrstu mínútum leiks gegn Crystal Palace, og spjarar sig ágætlega án Alexis Sanchez; Jack Wilshire og Mezut Özil stýrðu sóknarleiknum og tryggðu öruggan sigur, 4-1. Manchester United sótti þrjú stig til Burnley en lét mark frá Anthony Martial nægja, þótt vissulega hafi gefist tækifæri til frekari markaskorunar, og Theo Walcott lagði lóð á vogarskálar í fyrsta leik sínum með Everton, lagði upp jöfnunarmark fyrir Baye Oumar Niasse gegn WBA á heimavelli. Stoke hrökk í gang og vann Huddersfield 2-0 og Leicester vann Watford með sömu markatölu. Chicharito minnti á sig hjá West Ham, skoraði jöfnunarmark gegn Bournemouth á heimavelli og tryggði sínum mönnum stig.
Manchester City komst aftur á sigurbraut þegar Newcastle kom í heimsókn, heimamenn fögnuðu nokkuð sannfærandi sigri 3-1 og enginn var kátari en Sergio Aguero. Argentínumaðurinn snjalli skoraði öll mörk City í leiknum og meistaraefnin hafa tólf stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enska úrvalsdeildin – Úrslit leikja í dag:
Brighton 0-4 Chelsea (0-2)
0-1 Eden Hazard 3.mín.
0-2 Willian 6.mín.
0-3 Eden Hazard 77.mín.
0-4 Victor Moses 89.mín.
Arsenal 4-1 Crystal Palace
1-0 Nacho Monreal 6.mín.
2-0 Alex Iwobi 10.mín.
3-0 Laurent Koscielny 13.mín.
4-0 Alexandre Lacazette 22.mín.
4-1 Luka Milivojevic 77.mín.
Burnley 0-1 Man.United
0-1 Anthony Martial 54.mín.
Everton 1-1 WBA
0-1 Jay Rodriguez 7.mín.
1-1 Baye Oumar Niasse 70.mín.
Leicester 2-0 Watford
1-0 Jamie Vardy 39.mín.
2-0 Riyad Mahrez 90.mín.
Stoke 2-0 Huddersfield
1-0 Joe Allen 53.mín.
2-0 Mame Biram Diouf 69.mín.
West Ham 1-1 Bournemouth
0-1 Ryan Fraser 71.mín.
1-1 Javier Hernandez 73.mín.
Man.City 3-1 Newcastle
1-0 Sergio Aguero 34.mín.
2-0 Sergio Aguero 63.mín.
2-1 Jacob Murphy 67.mín.
3-1 Sergio Aguero 83.mín.

Deila