Enski boltinn | Leikmenn Man. City. léku í furðulegu fagnaðarmyndbandi | Myndband

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City varð í dag Englandsmeistari eftir að Manchester United tapaði fyrir WBA, 1:0, á heimavelli en um leið og úrslitin voru staðfest var myndband birt af leikmönnum City að fagna.

Þar fara þeir hamförum í leiklistinni en myndbandið hefur vakið mikla athygli. Það er óhætt að segja að myndbandið sé afar furðulegt.

Leikmenn liðsins leika í myndbandinu og fagna þar Englandsmeistaratitlinum en það má sjá hér fyrir neðan.

Dæmi nú hver fyrir sig.

Deila