Enski boltinn | Jón Daði skoraði þrennu og fleytti Reading áfram í bikarnum

Jon Dadi Bodvarsson of Icelandduring the friendly match between Ireland and Iceland on March 28, 2017 at the Aviva stadium in Dublin, Ireland.(Photo by VI Images via Getty Images)

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði þrennu er Reading vann Stevenage 3:0 í FA-bikarnum á Englandi í kvöld.

Jón Daði kom til Reading frá Wolves fyrir tímabilið en var frá vegna meiðsla í byrjun leiktíðar og missti af mörgum leikjum. Hann hefur verið að finna sig aftur í síðustu leikjum og gerði afar vel í kvöld.

Fyrsta markið kom á 32. mínútu áður en hann bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks. Hann fullkomnaði síðan þrennuna á 64. mínútu og lokatölur 3:0. Þetta var sjötta mark Jóns fyrir Reading í 20 leikjum.

Kelechi Iheanacho skoraði bæði mörk Leicester City í 2:0 sigri á Fleetwood Town. Cardiff City vann 4:1 sigur á Mansfield, Sheffield Wednesday vann Carlisle 2:0. West Ham fann Shrewsbury 1:0 eftir framlengingu.

Reading 3:0 Stevenage
1-0 Jón Daði Böðvarsson 32. mínútu
2-0 Jón Daði Böðvarsson 44. mínútu
3-0 Jón Daði Böðvarsson 64. mínútu

Leicester City 2:0 Fleetwood Town
1-0 Kelechi Iheanacho 43. mínútu
2-0 Kelechi Iheanacho 77. mínútu

Deila