Enski boltinn | Gylfi skoraði truflað mark í tapi Everton | Naumur sigur Arsenal | City enn á sigurbraut

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gull af marki fyrir Everton gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en það dugði skammt; Southampton hafði fyrir leikinn í dag skorað níu deildarmörk í tólf leikjum og hlóð í fjögur stykki, lokatölur 4-1 fyrir Southampton. Everton er sem höfuðlaus her undir stjórn David Unsworth og dagar hans í stjórastólnum væntanlega senn taldir.
Arsenal mátti hafa talsvert fyrir sigri á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í dag, vítaspyrna undir lok leiks réði úrslitum, 0-1.
Manchester City slær hvergi slöku við í toppbaráttunni, vann Huddersfield í dag 2-1 og hefur átta stiga forystu á toppnum. Raheem Sterling tryggði stigin þrjú í dag með marki sex mínútum fyrir leikslok.

Southampton 4-1 Everton
1-0 Dusan Tadic 18.mín.
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson 45.mín.
2-1 Charlie Austin 52.mín.
3-1 Charlie Austin 58.mín.
4-1 Steven Davis 87.mín.
Burnley 0-1 Arsenal
0-1 Alexis Sanchez (vsp) 90.mín.
Huddersfield 1-2 Manchester City
1-0 Nicolas Otamendi (sjm) 45.mín.
1-1 Sergio Aguero 47.mín.
1-2 Raheem Sterling 84.mín.
Rajiv van La Parra (H) – rautt á 90.mín.

Deila