Enski boltinn | Guardiola fyrsti sköllótti stjórinn til að vinna úrvalsdeildina

Mynd: NordicPhotos/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, er fyrsti sköllótti stjórinn til þess að vinna ensku úrvalsdeildina.

Manchester City varð meistari í gær eftir að Manchester United tapaði fyrir WBA, 1:0, á Old Trafford.

Nú þegar eru fimm umferðir eru eftir er City búið að vinna deildina en liðið vann þar að auki enska deildabikarinn.

Guardiola er fyrsti sköllótti stjórinn til þess að vinna ensku úrvalsdeildina en margir hafa þó reynst ósammála þessari staðreynd. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, var orðinn svo gott sem sköllóttur fyrir nokkrum árum áður en hann fór í hárígræðslu og er í dag afar hárprúður.

Deila