Enski boltinn | Góðhjartaður Noble | Leikmenn félagsins gefa hlut til starfsmanna

Mynd: NordicPhotos/Getty

Mark Noble fyrirliði West Ham United er nú orðinn 30 ára en hefur verið hjá félaginu síðan hann var 12 ára gamall. Noble er fyrirliði West Ham og hann tekur það alvarlega að vera fyrirliði. Í viðtali við Jamie Redknapp í Daily Mail talar Noble opinskátt um félagið. „Ég vil að West Ham gangi vel. Fyrir stuðningsmennina, fyrir Shirley sem er búinn að sjá um eldhúsið í áratugi og var hér áður en faðir þinn, Harry Reknapp var stjóri, fyrir Jimmy Frith sem hjálpar þjálfurunum á hverjum degi og sér um að allt sé í lagi og hefur verið að gera það í áratugi,“ sagði Noble og bætti við, „ég hef þekkt þetta fólk síðan ég kom hingað 12 ára. Ég vil þessu félagi allt það besta. Ég sé til þess að hver einasti starfsmaður fái sinn hlut í bónusgreiðslum okkar leikmanna. Við getum einfaldlega ekki verið án þessa mikilvæga fólks,“ sagði hinn góðhjartaði Mark Noble í viðtali við Jamie Redknapp í Daily Mail.
Góðmennska Noble hefur vakið athygli og nú er spurning hvort leikmenn annarra liða deili hlut til starfsmanna félaganna.

Deila