Enski boltinn | Everton nær samningi um leigulóð til byggingar nýs vallar

Mynd: NordicPhotos/Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með hefur loks náð samningi um leigu á lóð til byggingu nýs leikvangs. Goodison Park hefur verið heimavöllur liðsins alla tíð eða síðan 1892 og þá tók völlurinn 3.000 manns. Síðan þá hefur hann verið endurnýjaður og stækkaður nokkrum sinnum og í dag rúmar Goodison 39.572 manns í sæti.
Eftir mikla vinnu undanfarna 12 mánuði hafa eigendur Everton náð samkomulagi við Peel Land and Property um leigu á landi til næstu 200 ára að minnsta kosti. Landið er við Bramley Moore Dock og nú hefst félagið handa við að hanna nýjan leikvang.
Þetta eru mikil tíðindi en Everton hefur í nokkur ár leitað að landi til byggingar nýs leikvangs en án árangurs.

Deila