Enski boltinn | Chelsea og Atl.Madrid semja um Costa

Mynd: NordicPhotos/Getty

Enska stórliðið Chelsea og spænska félagið Atletico Madrid hafa náð samkomulagi um kaup Madrídarliðsins á framherjanum Diego Costa. Kaupverð hefur ekki enn verið gefið upp en Atletico Madrid er í banni á leikmannakaupum þar til í janúar næstkomandi. Í tilkynningu frá Atletico Madrid segir að Costa fari í læknisskoðun á allra næstu dögum en félögin mætast í Madrid næstkomandi miðvikudag í Meistarardeild Evrópu.
Diego Costa, sem er 28 ára, kom til Chelsea 2014 frá Atletico Madrid fyrir 32 milljónir punda en hann hefur ekkert leikið með Chelsea á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur skorað 52 mörk fyrir Chelsea í 89 leikjum. Costa er fæddur Lagarto í Brasilíu en þar hefur hann dvalið að undanförnu í mótmælaskyni við Chelsea sem vildi selja hann annað en til Atletico Madrid.

Deila