Enski boltinn | Chelsea hafði betur gegn Norwich eftir vítakeppni

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea var í basli með Norwich City í FA-bikarnum á Englandi í kvöld en Chelsea vann eftir vítaspyrnukeppni.

Michy Batshuayi kom Chelsea yfir á 55. mínútu áður en Jamal Lewis jafnaði metin undir blálokin á leiknum.

Ekkert var skorað í framlengingu og þurfti því að fara með leikinn í vítakeppni. Chelsea hafði þar betur en allir fimm leikmenn liðsins sem fóru á punktinn skoruðu.

Wigan Athletic henti óvænt út Bournemouth með því að vinna 3:0. Swansea vann Wolves 2:1.

Úrslit:

Chelsea 1:1 Norwich CIty (Chelsea áfram eftir vítakeppni)
Wigan Athletic 3:0 Bournemouth
Swansea City 2:1 Wolves

Deila