Enski boltinn | Batshuayi spilaði tvo leiki á tveimur dögum

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Það vakti mikla athygli í kvöld er unglinga- og varalið Chelsea vann 4:0 sigur á MK Dons í EFL-bikarnum í kvöld en Michy Batshuayi, framherji aðalliðsins, var í eldlínunni hjá varaliðinu.

Belgíski framherjinn kom inná sem varamaður gegn Atlético Madrid í 1:1 jafntefli í Meistaradeildinni í gær og lék svo aftur í dag fyrir unglinga- og varaliðið.

Hann skoraði tvö mörk í kvöld fyrir Chelsea en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, vildi væntanlega halda framherjanum í góðu leikformi.

Chelsea er þar með komið áfram í þessum bikar en leikið var í umspili í kvöld.

Deila