Enski boltinn | Andy Carroll tryggði West Ham stig gegn Stoke

Mynd: NordicPhotos/Getty

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en West Ham og Stoke gerðu 1-1 jafntefli á London-leikvanginum.

Hinn stóri og stæðilegi Peter Crouch kom Stoke yfir á 79. mínútu leiksins áður en Andy Carroll jafnaði metin í uppbótartíma.

Stoke þurfti á öllum stigunum að halda í kvöld en liðið er í 19. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan West Ham er í 14. sæti með 35 stig.

Úrslit og markaskorarar:

West Ham 1-1 Stoke City
0-1 Peter Crouch 79.mín
1-1 Andy Carroll 90.mín

Deila