Enski boltinn | Alli og Kane sáu um Watford

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Tottenham lagði Watford að velli, 2:0.

Dele Alli kom Tottenham yfir á 16. mínútu en Hugo Lloris hélt þó Tottenham inn í leiknum og raun ótrúlegt að Tottenham hafi verið yfir.

Harry Kane bætti við öðru marki í byrjun síðari hálfleiks og þar við sat. Kane er kominn með 27 mörk í deildinni en aðeins Mohamed Salah hefur skorað fleiri mörk, eða 31 talsins.

Tottenham er í fjórða sæti deildarinnar með 71 stig, stigi minna en Liverpool og þá á Tottenham leik til góða. Watford er í 13. sæti með 38 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Tottenham Hotspur 2:0 Watford
1-0 Dele Alli 16. mínúta
2-0 Harry Kane 48. mínúta

Deila