Enski boltinn | Alli í leikbann

Mynd: NordicPhotos/Getty

Dele Alli leikmaður enska landsliðsins og Tottenham hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann með enska landsliðinu. Alli sýndi óíþróttamannslega hegðun í leik gegn Slóvakíu í undankeppni HM þar sem hann sýndi „fingurinn“. Honum var ekki refsað í leiknum en atvikið náðist á mynd þar sem Alli virtist sýnda dómara leiksins „fingurinn“ en Alli sagði síðar meir að hann hafi beint þessu til Kyle Walker samherja síns í enska landsliðinu og Tottenham.
Aganefnd FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, tók þessa skýringu Dele Alli ekki trúanlega og úrskurðaði hann í leikbann auk þess sem Alli fær sekt uppá 5.000 svissneska franka sem er jafnvirði um 547.000 íslenskra króna.
Dele Alli missir því af leik Englands og Slóveníu í undankeppni HM sem fer fram á fimmtudaginn í næstu viku.

Deila