Enski boltinn | Agüero lenti í bílslysi

Mynd: NordicPhotos/Getty

Manchester City stjarnan, Sergio „Kun“ Agüero, lenti í bílslysi í gær. Kappinn var þá staddur í Amsterdam í Hollandi en Agüero var farþegi í leigubíl sem lenti í árekstri við aðra bifreið á leið sinni útá flugvöll. Óstaðfestar fregnir herma að Agüero sé með brákað rifbein og það gæti þýtt margar vikur frá keppni með Manchester City. Hann hefur leikið mjög vel það sem af er leiktíð og skorað 7 mörk í 8 leikjum en City mætir Chelsea á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Deila