EM-U21 | Ísland marði Eistland | Albert með tvö mörk

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Eistland og Ísland mættust í dag í undakeppni EM liðum skipuðum leikmönnum 21.árs og yngri. Leikið var í Eistlandi og eftir fyrri hálfleik var staðan markalaus. Heimanenn komus yfir á 45.mínútu og bættu öðru við sex mínútum síðar, 2-0 Eistlandi í vil. En Albert Guðmundsson tók þá til sinna ráða. Hann minnkaði muninn á 56.mínútu og janfaði svo metin á 74.mínútu.
Óttar Magnús Karlsson kom svo Íslandi yfir, 2-3, á 79.mínútu og þar við sat.
Þar með er Ísland með 7 stig eftir 5 leiki og er í 3.sæti 2.riðils undankeppni EM, liðum skipuðum leikmönnum 21.árs og yngri. Eistland er í neðsta sæti með 2 stig.
Norður Írland er á toppnum með 10 stig í 5 leikjum en Spánn er í 2.sæti með 9 stig en eftir aðeins 3 leiki.

Deila