EM 2018 | Patrekur og lærisveinar hans á heimleið

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu eru úr leik á EM sem fer fram í Króatíu en liðið tapaði með ellefu marka mun gegn Norðmönnum, 39:28.

Austurríki tapaði þar með öllum leikjum sínum í riðlinum en Frakkland vann riðilinn örugglega.

Hvíta-Rússland og Noregur fylgja Frökkum en ljóst er að Austurríki er á leið heim.

I-milliriðillinn er því klár. Svíþjóð, Frakkland, Króatía, Noregur, Hvíta-Rússland og Serbía leika í honum. Það er þá ljóst fyrir að Þýskaland og Makedónía eru komin áfram í hinn milliriðilinn en Slóvenía og Svartfjallaland berjast svo um þriðja sætið í lokaumferðinni.

Spánn og Danmörk eru einnig komin áfram en Tékkland og Ungverjaland berjast um síðasta lausa sætið í riðlinum.

Deila