EM 2018 | Lærisveinar Patreks töpuðu fyrsta leik

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Hvíta Rússland vann Austurríki 27:26 í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu sem fer fram í Króatíu en bæði lið leika í B-riðli.

Leikurinn var afar jafn eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan var 14:12 fyrir Hvíta-Rússum í hálfleik.

Austurríkismenn voru tveimur til þremur mörkum undir í síðari hálfleiknum og náðu ekki að rífa sig úr því. Lokatölur 27:26 fyrir Hvíta-Rússlandi.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar byrja því mótið ekkert sérlega vel en liðin eru einnig með Norðmönnum og Króötum í riðli sem eigast við núna.

Uladzislau Kulesh var með 7 mörk fyrir Hvíta-Rússland en Mykola Bilyk var markahæstur í leiknum og liði Austurríkis með 8 mörk.

Deila