EM 2018 | Ísland úr leik – Svíar skelltu Króötum

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Íslenska handknattleikslandsliðið er úr leik á EM í Króatíu eftir leiki kvöldsins. Ísland tapaði 29:26 fyrir Serbíu fyrr í kvöld og þurfti að treyst á að Króatía myndi vinna Svíþjóð en það gerðist þó ekki og hafði Svíþjóð sigur 35:31.

Króatarnir voru afar ólíkir sjálfum sér, það var lítil sem engin markvarsla og liðið almennt að spila illa. Svíarnir nýttu sér það og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Liðið náði mest níu marka forystu en lokatölur urðu 35:31.

Albin Lagersgren var markahæstur hjá Svíum með 6 mörk. Simon Jeppson og Jesper Nielsen komu svo næstir með 5 mörk. Ivan Cupic var með 7 mörk fyrir króatíska liðið.

Svíþjóð fer upp úr riðlinum með 4 stig, Króatía með 2 stig og Serbía fer áfram með ekkert stig.

Deila