EM 2018 | Heimamenn unnu 10 marka sigur á Serbum

PARIS, FRANCE - JANUARY 28: Head coach Zeljko Babic of Croatia reacts during the 25th IHF Men's World Championship 2017 Bronze Medal Game between Slovenia and Croatia at Accorhotels Arena on January 28, 2017 in Paris, France. (Photo by Alex Grimm/Bongarts/Getty Images)

Króatíska handknattleiksliðið vann Serbíu 32:22 í A-riðli Evrópumótsins sem fer fram í Króatíu. Liðin leika með Íslandi í riðli.

Heimamenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14:9. Liðið spilaði góðan bolta og var með mikla yfirburði í leiknum.

Leiknum lauk með 32:22 sigri Króatíu sem fer í efsta sætið. Ísland er í öðru sæti, Svíþjóð í þriðja og Serbía í fjórða.

Luka Stepancic og Manuel Strlek skoruðu báðir 6 mörk.

Deila