EM 2018 | Guðjón Valur með geggjuð tilþrif gegn Serbíu

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði átta mörk í 29:26 tapinu gegn Serbíu á Evrópumótinu í Króatíu í dag.

Það var þó eitt mark sem stóð upp úr í leiknum og það var vítakastið sem Guðjón skaut í slá en tókst að redda með því að stökkva inn í teiginn og slá boltann í netið.

Hægt er að sjá tilþrifin hér fyrir neðan en heimasíða mótsins valdi markið hans sem eitt af tilþrifum leiksins.

Deila